Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía Þórunn hefur leik í dag
Miðvikudagur 15. maí 2019 kl. 08:00

Ólafía Þórunn hefur leik í dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, hefur í dag leik á Symetra Classic mótinu en mótið er hluti af Symetra mótaröðinni. Leikið er á River Run Country Club vellinum í Norður-Karólínu.

Ólafía hefur leik á fyrsta teig og með henni í holli eru þær Elise Bradley og Laura Jansone. Þær eiga út klukkan 12:30 að staðartíma sem er 16:30 að íslenskum tíma.

Um síðustu helgi náði Ólafía sínum besta árangri á tímabilinu þegar hún endaði jöfn í 45. sæti í IOA Invitational mótinu.

Hægt verður að fylgjast með gengi Ólafíu hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)