Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía Þórunn komst áfram
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Laugardagur 11. maí 2019 kl. 09:04

Ólafía Þórunn komst áfram

Annar hringur IOA Invitational mótsins var leikinn í gær en mótið er hluti af Symetra mótaröðinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda og lék hún á 71 höggi í gær.

Fyrir hringinn í gær var Ólafía á einu höggi yfir pari og ljóst að hún þyrfti fínan hring til að komast áfram. Hún gerði það svo sannarlega og lék á einu höggi undir pari. Á hringnum fékk hún þrjá fugla, tvo skolla og restina pör.

Eftir hringinn er Ólafía jöfn í 30. sæti á parinu. Þriðji og lokahringur mótsins verður leikinn í dag en hún á út klukkan 7:15 að staðartíma.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)