Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía Þórunn með á móti vikunnar á LET mótaröðinni
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Mánudagur 17. september 2018 kl. 16:21

Ólafía Þórunn með á móti vikunnar á LET mótaröðinni

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er skráð til leiks á mót vikunnar á LET mótaröðinni, Estrella Damm Ladies Open. Mótið hefst á fimmtudaginn og fer fram á Golf Club de Terramar vellinum sem er á Spáni.

Ólafía hefur keppt á þremur mótum á LET mótaröðinni á tímabilinu þar sem hún hefur einbeitt sér frekar að LPGA mótaröðinni á þessu ári. Hennar besti árangur kom í byrjun september þar sem hún endaði í 11. sæti.

Nokkrir af bestu kylfingum heims eru skráðir til leiks í mótið. Þar á meðal eru þær Beth Allen, Carlota Ciganda, Anna Nordqvist og Florentyna Parker sem hefur einmitt titil að verja.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)