Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía Þórunn vann sér inn rúmlega 730 þúsund krónur
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Mánudagur 10. september 2018 kl. 08:00

Ólafía Þórunn vann sér inn rúmlega 730 þúsund krónur

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sínum besta árangri á Evrópumótaröð kvenna í gær þegar að hún endaði jöfn í 11. sæti á Lacoste Open mótinu. Fyrir árangurinn fékk Ólafía 5.637,50 evrur sem gerir rétt rúmlega 730 þúsund íslenskar krónur.

Eftir mótið er Ólafía komin í 81. sæti stigalista mótaraðarinnar en hún hefur þénað yfir 1,2 milljónir íslenskra króna.

Valdís Þóra Jónsdóttir ,sem hefur einnig leikið á mótaröðinni, er í 36. sæti stigalistans með tæplega 2,9 milljónir í verðlaunafé.

Sigurvegari mótsins, Caroline Hedwall, vann sér inn tæplega 42 þúsund evrur. Hún er því komin í sjötta sæti stigalistans með 7,8 milljónir í verðlaunafé á árinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)