Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafía varð að lokum tveimur höggum frá því að komast áfram
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 1. júní 2019 kl. 16:27

Ólafía varð að lokum tveimur höggum frá því að komast áfram

Annar hringur Opna bandaríska mótsins kláraðist fyrr í dag eftir að honum hafði verið frestað vegna veðurs á föstudag.

Áður en fresta þurfti leik var orðið nokkuð öruggt að Ólafía Þórunn Kristinsdóttir kæmist ekki áfram en annað eins hefur nú áður gerst í golf íþróttinni.

Niðurskurðarlínan hækkaði eftir því sem leið á daginn og varð að lokum þannig að kylfingar á 3 höggum yfir pari og betra skori komust áfram. 

Ólafía lék hringina tvo samtals á fimm höggum yfir pari og var í raun grátlega nálægt því að komast áfram þar sem hún endaði mótið með skolla á 17. holu og öðrum skolla á 18. holu.

Þetta er sjöunda risamót Ólafíu á rúmlega þremur árum. Þegar hún komst inn á PGA meistaramótið árið 2017 var hún fyrsti íslenski kylfingurinn sem komst inn á risamót. Í þessum sjö mótum hefur hún einungis einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn.

Þriðji hringur mótsins er nú í fullum gangi. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)