Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafur fór frábærlega af stað í Svíþjóð
Ólafur Björn Loftsson.
Fimmtudagur 6. september 2018 kl. 11:11

Ólafur fór frábærlega af stað í Svíþjóð

Avinnukylfingurinn Ólafur Björn Loftsson fór af stað með látum á móti vikunnar á Nordic Golf mótaröðinni, Braviken Open. Ólafur lék fyrsta hring mótsins á 6 höggum undir pari og er meðal efstu manna.

Ólafur hóf leik á 1. teig í morgun og var strax kominn á fjögur högg undir par eftir 6 holur þar sem hann fékk meðal annars einn örn.

Á seinni níu bætti Ólafur við þremur fuglum og var kominn 8 högg undir par eftir 15 holur. Hann náði þó ekki að halda uppteknum hætti á holum 16 og 17 þar sem hann fékk skolla. Engu að síður glæsilegur hringur.

Þessa stundina er Ólafur jafn í 7. sæti á 6 höggum undir pari, höggi á eftir efstu mönnum. Annar hringur mótsins fer fram á morgun.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ólafur er eini íslenski kylfingurinn í mótinu en auk hans hafa þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Andri Þór Björnsson leikið á mótaröðinni á tímabilinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is