Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ólafur með frábæran hring | Haraldur enn í góðri stöðu
Ólafur Björn Loftsson.
Fimmtudagur 20. september 2018 kl. 18:48

Ólafur með frábæran hring | Haraldur enn í góðri stöðu

Atvinnukylfingarnir Haraldur Franklín Magnús og Ólafur Björn Loftsson eiga báðir fína möguleika á að komast í gegnum 1. stigs úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina en þeir komust baðir í gegnum niðurskurðinn eftir þrjá hringi í Austurríki.

Haraldur Franklín er samtals á 8 höggum undir pari eftir þrjá hringi og situr í 18. sæti. Haraldur fékk þrjá fugla, einn örn og tvo skolla á hring dagsins og kom inn á þremur höggum undir pari.

Ólafur Björn átti einn besta hring dagsins en hann kom inn á 5 höggum undir pari. Fyrir vikið fór hann upp um 23 sæti og situr nú í 37. sæti fyrir lokahringinn á 4 höggum undir pari í heildina.

Alls komast um 25 kylfingar áfram úr mótinu í Austurríki í 2. stig úrtökumótanna sem fara fram í nóvember.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Alls leika fimm íslenskir kylfingar í 1. stigs úrtökumótum fyrir Evrópumótaröð karla í ár:

Haraldur Franklín Magnús, 18.-21. september.
Ólafur Björn Loftsson, 18.-21. september.
Andri Þór Björnsson, 25.-28. september.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, 25.-28. september.
Axel Bóasson, 9.-12. október.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)