Fréttir

Ólíklegt að Ólafía komist áfram
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 31. maí 2019 kl. 18:41

Ólíklegt að Ólafía komist áfram

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er að öllum líkindum úr leik á Opna bandaríska mótinu sem fer fram á Charleston vellinum í Suður-Karólínu.

Eftir tvo hringi í mótinu er Ólafía á 5 höggum yfir pari en hún er þessa stundina þremur höggum frá niðurskurðarlínunni.

Ólafía byrjaði ekki nógu vel á öðrum hringnum og fékk tvo skolla á fyrstu þremur holunum. Þá tók við sex holur í röð þar sem Ólafía fékk einungis pör. 


Skorkort Ólafíu.

Á seinni níu virtist öll von úti um að Ólafía kæmist áfram þegar hún fékk fjórða skolla dagsins á 14. holu en hún vann högg til baka á 16. holu og var þá á þremur höggum yfir pari, einungis höggi frá niðurskurðarlínunni.

Því miður fyrir Ólafíu endaði hún hringinn á tveimur skollum á 17. og 18. holu og niðurstaðan því 76 högg eða fimm högg yfir pari.

Þegar fréttin er skrifuð er hin japanska Mamiko Higa í efsta sæti á 7 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.