Fréttir

Öll risamót karla og kvenna færð til - sumum frestað til 2021
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 8. apríl 2020 kl. 13:09

Öll risamót karla og kvenna færð til - sumum frestað til 2021

Nú er ljóst að þrjú risamót ársins í atvinnugolfi karla hafa fengið nýja dagsetningu en því fjórða og elsta, OPNA mótinu, hefur verið aflýst á þessu ári. Þá er enn á dagskrá að halda Ryder bikarinn á Whistling Straits vellinum í Wsconsin í Bandaríkjunum.

Masters mótið sem fara átti fram 9.-12. apríl verður haldið vikuna 9.-15. nóvember.

Opna bandaríska mótið sem halda átti 18.-21. Júní hefur tímasett 14.-20. september. Það verður haldið á Winged Foot í New York.

PGA mótið sem halda átti á nýjum tíma í maí var frestað og ný dagsetning er áætluð 6.-9. ágúst. Mótið verður haldið á TPC Harding Park í San Francisco í Kaliforníu.

Ryder bikarinn er á dagskrá 25.-27. september á Whistling Straits vellinum.

Golf var á dagskrá Olympíuleikanna í Tokyo en þeim hefur eins og kunnugt er verið frestað til næsta árs.

Í atvinnugolfi kvenna hafa mót einnig verið færð til. ANA risamótið verður 10.-13. september, Opna bandaríska verður 7. desember, Evian risamótið í Frakklandi hefur verið fært frá júlí til 6.-9.ágúst og Opna breska mótinu á Royal Troon í Englandi til 20.-23. ágúst. PGA risamótið er á dagskrá 25.-28. júní og hefur ekki fengið nýja dagsetningu.