Fréttir

Ólympíuleikarnir stóra markmiðið á næsta ári hjá Tiger Woods
Tiger Woods.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 18. október 2019 kl. 13:57

Ólympíuleikarnir stóra markmiðið á næsta ári hjá Tiger Woods

Tiger Woods sagði nýverið að Ólympíuleikarnir í Tókýó árið 2020 væri stóra markmiðið fyrir hann á næsta ári. 

Golf snéri til baka á Ólympíuleikana árið 2016 í Ríó eftir 112 ára fjarveru frá Ólympíuleikunum. Woods var þá að glíma við meiðsli og gat því ekki verið með það árið. Hann sagði að næsta ár væri líklegast síðasta árið sem hann gæti tekið þátt í Ólympíuleikunum.

„Ég sé ekki fram á að tækifærin veriði mikið fleiri fyrir utan næsta ár.“

„Fjórum árum eftir Ólympíuleikana á næsta ári, þá verð ég orðn 48 ára gamall. Á þeim aldri að vera einn af bestu íþróttamönnum Bandaríkjanna verður erfitt.“

Ljóst er að baráttan um sæti verður hörð en eins og staðan er í dag þá er Woods í níunda sæti heimslistans en hann er sjötti af Bandaríkjamönnunum. Reglurnar segja að 15 efstu kylfingar heimsins fá sjálfkrafa þátttökurétt en þó að hámarki fimm frá hverju landi. Woods þarf því að leika vel á næsta ári ætli hann sér að vera með á Ólympíuleikunum.