Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Opna bandaríska fer fram á Erin Hills 2025
Ariya Jutanugarn sigraði á Opna bandaríska mótinu í fyrra.
Miðvikudagur 17. apríl 2019 kl. 14:00

Opna bandaríska fer fram á Erin Hills 2025

Golfsamband Bandaríkjanna, USGA, tilkynnti í gær að Opna bandaríska mót kvenna fer fram á Erin Hills golfvellinum þar sem mótið fór fram karlamegin árið 2017.

Erin Hills er einn af þekktustu golfvöllum Bandaríkjanna en hann er staðsettur í Wisconsin.

Í tilkynningunni kom einnig fram að Mið-Ameríku áhugamannamótið fer fram á vellinum árið 2020 en sigurvegari þess móts fær boð á nokkur af sterkustu mót heims, þar á meðal Masters mótið.

Nú er ljóst hvar Opna bandaríska mótið fer fram allt að árinu 2025:

2019 - Country Club of Charleston
2020 - Champions Golf Club in Houston
2021 - The Olympic Club in San Francisco
2022 - Pine Needles Lodge & Golf Club in Southern Pines
2023 - Pebble Beach Golf Links
2024 - Lancaster Country Club
2025 - Erin Hills

Ísak Jasonarson
isak@vf.is