Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Óvenjulegur lokadagur framundan á Masters
18. flötin á Augusta National vellinum.
Sunnudagur 14. apríl 2019 kl. 07:00

Óvenjulegur lokadagur framundan á Masters

Miklar líkur eru á óveðri við Augusta National völlinn seinni partinn í dag og var því gripið til þess ráðs að flýta rástímum á lokadegi Masters mótsins.

Fyrstu menn fara því af stað klukkan 7:30 að staðartíma og verður leikið í þriggja manna hollum í stað tveggja eins og tíðkast á lokahringjum mótsins. Þá fara menn bæði af stað á 1. og 10. teig en vanalega byrja allir keppendur á 1. teig.

Síðustu menn fara svo af stað klukkan 9:20 að staðartíma eða klukkan 13:20 að íslenskum tíma. Í lokahollinu verða þeir Francesco Molinari, Tony Finau og Tiger Woods sem sagði í viðtali við CBS ætla að vakna klukkan 4:00 til þess að undirbúa sig fyrir lokahringinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu kylfinga:

1. Francesco Molinari, -13
2. Tony Finau, -11
2. Tiger Woods, -11
4. Brooks Koepka, -10
5. Webb Simpson, -9
5. Ian Poulter, -9
7. Matt Kuchar, -8
7. Justin Harding, -8
7. Xander Schauffele, -8
7. Louis Oosthuizen, -8
7. Dustin Johnson, -8

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)