Fréttir

Park komin með 20 sigra á LPGA mótaröðinni
Inbee Park.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 16. febrúar 2020 kl. 15:01

Park komin með 20 sigra á LPGA mótaröðinni

Líkt og Kylfingur greindi frá fyrr í dag sigraði Inbee Park á móti helgarinnar á LPGA mótaröðinni, ISPS Handa Women's Australian Open.

Sigurinn kom 12 árum eftir fyrsta sigur Park á LPGA mótaröðinni en um er að ræða 20. stigur Park á þessari sterkustu mótaröð heims.

Fyrir vikið er Park komin í 26. sæti yfir sigursælustu kylfinga mótaraðarinnar frá upphafi.

Kathy Whitworth á enn metið en hún sigraði á 88 mótum á sínum tíma, þar af á sex risamótum. Park hefur raunar unnið fleiri risamót eða sjö talsins en hún á enn langt í land með að jafna Whitworth í titlum á LPGA mótaröðinni.

Aðrir kylfingar sem hafa unnið 20 mót á LPGA mótaröðinni eru þær Cristie Kerr og Laura Davies.

Listi yfir sigrana 20 hjá Park á LPGA mótaröðinni:

1. Opna bandaríska, 2008
2. Evian Masters, 2012
3. Sime Darby LPGA Malaysia, 2012
4. Honda LPGA Thailand, 2013
5. Kraft Nabisco Championship, 2013
6. North Texas LPGA Shootout, 2013
7. Wegmans LPGA Championship, 2013
8. Walmart NW Arkansas Championship, 2013
9. Opna bandaríska, 2013
10. Manulife Financial LPGA Classic, 2014
11. Wegmans LPGA Championship, 2014
12. Fubon LPGA Taiwan Championship, 2014
13. HSBC Women's Champions, 2015
14. Volunteers of America North Texas Shootout, 2015
15. KPMG Women's PGA Championship, 2015
16. Opna breska, 2015
17. Lorena Ochoa Invitational, 2015
18. HSBC Women's Champions, 2017
19. Bank of Hope Founders Cup, 2018
20. ISPS Handa Women's Australian Open, 2020