Fréttir

Perla Sól er enn í toppsætinu í Eyjum
Perla Sól á 17. teig í þriðja hring.
Laugardagur 6. ágúst 2022 kl. 19:09

Perla Sól er enn í toppsætinu í Eyjum

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, Golfklúbbi Reykjavíkur er enn með forystu á Íslandsmótinu í Eyjum. Eftir þriðja keppnisdag er munurinn eitt högg og það gæti hugsanlega fært henni Íslandsmeistaratitilinn ef veðurguðirnir blása burt fjórðu umferðina á morgun.

Perla lék mjög gott golf þriðja daginn í röð og kom inn á -1, 69 höggum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, sótti að henni allan hringinn og minnkaði muninn sem var 3 högg í upphafi. Ólafía Þórunn sýndi snilldar tilþrif og lék á - 3 í dag, hún var fimm undir eftir 15 holur en tapaði höggi á 16. og 17. holu. Þær tvær eru í sérflokki því níu högg eru í næsta kylfing, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK.

Staðan í kvennaflokki:

Ólafía Þórunn á 17. flötinni í þriðja hring.