Fréttir

Perla Sól sigraði í Orlando
Perla Sól Sigurbrandsdóttir vann frábæran sigur í Orlando. - mynd seth
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 23. desember 2021 kl. 08:46

Perla Sól sigraði í Orlando

Hin stórefnilega Perla Sól Sigurbrandsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði á Orlando International Amateur mótinu sem lauk í gær á Orange County National golfsvæðinu.

Perla Sól lék Crooked Cat völlinn á 2 höggum undir pari á lokahringnum sem var langbesta skor dagsins. Með þessum frábæra lokahring fór hún úr fjórða sætinu og upp í það fyrsta. Perla lék hringina þrjá samtals á pari og endaði þremur höggum á undan Nancy Dai frá Kína.

Frábær árangur hjá Perlu Sól og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá þessum frábæra kylfingi.

Helga Signý Pálsdóttir lék einnig á mótinu og endaði í 13. sæti á 23 höggum yfir pari.

Lokastaðan í stúlknaflokki:

Í piltaflokki voru Dagur Fannar Ólafsson og Bjarni Þór Lúðvíksson á meðal keppenda. Dagur Fannar lauk keppni í 13. sæti á þremur höggum yfir pari. Hann lék lokahringinn á pari Crooked Cat vallarins.

Bjarni Þór endaði í 21. sæti á átta höggum yfir pari. Bjarni lék lokahringinn á 79 höggum.

Lokastaðan í piltaflokki: