Fréttir

PGA: 67 af 69 keppendum á pari eða betra skori
Joaquin Niemann lék á tveimur höggum yfir pari.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 16. ágúst 2019 kl. 07:51

PGA: 67 af 69 keppendum á pari eða betra skori

Bestu kylfingar heims eru mættir til leiks á BMW meistaramótið og það sást svo sannarlega á skori keppenda á fyrsta keppnisdegi þegar 97% af kylfingum mótsins léku á pari eða betra skori.

Einungis tveir kylfingar voru yfir pari af kylfingunum 69 sem keppa á meistaramótinu en það voru þeir Vaughn Taylor (+1) og Joaquin Niemann (+2).

Þeir Niemann og Taylor þurfa þó ekki að hafa of miklar áhyggjur því efstu menn eru á 7 höggum undir pari og því getur góður hringur á öðrum keppnisdegi komið þeim upp í toppbaráttuna. Þá er ekki skorið niður í mótinu þannig þeir hafa þrjá hringi til þess að vinna sig upp listann.

Annar hringur mótsins fer fram í dag, föstudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.