Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

PGA: Cantlay sigurvegari eftir skrautlega helgi
Patrick Cantlay.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 7. júní 2021 kl. 22:58

PGA: Cantlay sigurvegari eftir skrautlega helgi

Það verður seint sagt að sigur Patrick Cantlay hafi verið hefðbundinn á Memorial mótinu sem kláraðist í gær á PGA mótaröðinni. Svo fór þó að lokum að Cantlay hafði betur gegn Collin Morikawa í bráðabana og vann hann þar með sitt þriðja mót á PGA mótaröðinni.

Það stefndi allt í það að Jon Rahm færi með sex högga forystu inn í lokahringinn en þegar hann gekk af 18. flötinni á þriðja degi mótsins var honum tilkynnt um það að hann hefði greinst með Covid-19 og þurfti hann því sjálfkrafa að draga sig úr leik. Spennan jókst gífurlega við þetta þar sem Rahm átti sigurinn vísann. 

kylfingur.is
kylfingur.is

Á lokadeginum skiptust menn á að verma efsta sætið en að loknum 72 holum voru þeir Cantlay og Morikawa jafnir í efsta sætinu á 13 höggum undir pari. 18. holan var leikinn og þurfti aðeins að leika holuna þar sem Cantlay fékk par meðan Morikawa missti parið sitt.

Eins og áður sagði er þetta þriðji sigur Cantlay á PGA mótaröðinni. Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21