Fréttir

PGA: Casey með þriggja högga forystu
Paul Casey.
Laugardagur 9. febrúar 2019 kl. 23:52

PGA: Casey með þriggja högga forystu

Englendingurinn Paul Casey er með þriggja högga forystu á Phil Mickelson fyrir lokahringinn á AT&T Pebble Beach Pro-Am mótinu.

Casey er samtals á 15 höggum undir pari eftir þrjá hringi á Monterey, Spyglass og Pebble Beach völlunum. Hann lék þriðja hringinn á Spyglass vellinum og kom inn á fimm höggum undir pari.

Phil Mickelson er í öðru sæti á 12 höggum undir pari. Scott Piercy og Lucas Glover eru svo jafnir í þriðja sæti á 11 höggum undir pari. Jordan Spieth var í ágætri stöðu fyrir lokaholu dagsins en fékk tvöfaldan skolla og er nú 8 höggum á eftir Casey í 18. sæti.

Sigurvegari síðasta árs, Ted Potter Jr., var ekki nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn en hann lék samtals á 12 höggum yfir pari í mótinu.

Staða efstu kylfinga:

1. Paul Casey, -15
2. Phil Mickelson, -12
3. Scott Piercy, -11
3. Lucas Glover, -11
5. Brian Gay, -10
5. Matt Every, -10

Lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag, á Pebble Beach vellinum. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]