Fréttir

PGA: Clark og Armour deila efsta sætinu
Wyndham Clark.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 30. október 2020 kl. 22:06

PGA: Clark og Armour deila efsta sætinu

Krefjandi aðstæður gerði keppendum erfitt fyrir á öðrum degi Bermuda Championship mótsins sem fram fer á PGA mótaröðinni. Til marks um það þá voru aðeins 37 kylfingar sem léku á pari vallar eða betur á meðan það voru 98 kylfingar í gær á pari eða betra. Ekki náðu allir kylfingar að ljúka leik á öðrum hring sökum myrkurs en aðeins eiga fimm kylfingar eftir að ljúka leik.

Það eru þeir Ryan Armour og Wyndham Clark sem deila efsta sætinu á samtals átta höggum undir pari. Clark átti einn af betri hringjum dagsins er hann kom í hús á 68 höggum, eða þremur höggum undir pari. Á meðan lék Armour á 70 höggum, eða höggi undir pari.

Kramer Hickok lék einnig á 68 höggum og er hann einn í þriðja sæti á samtals sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.