Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Dustin Johnson tók forystuna á St. Jude Classic mótinu
Dustin Johnson
Laugardagur 9. júní 2018 kl. 10:30

PGA: Dustin Johnson tók forystuna á St. Jude Classic mótinu

Dustin Johnson sýndi mátt sinn og megin í gær þegar að hann tók forystuna á öðrum degi FedEx St. Jude Classic mótsins á PGA mótaröðinni. Johnson er þó aðeins einu höggi á undan næstu kylfingum.

Johnson var fyrir daginn í gær á þremur höggum undir pari. Fyrri níu holurnar voru fremur rólegar en hann lék þær á einu höggi undir pari. Hann sýndi aftur á móti úr hverju hann er gerður á þeim síðari og lék þær á 29 höggum þar sem að hann fékk einn örn og fjóra fugla.

Johnson endaði hringinn á 63 höggum, eða sjö höggum undir pari og er eftir tvo hringi á samtals 10 höggum undir pari.

Tveir kylfingar eru jafnir í öðru sæti á níu höggum undir pari. Það eru þeir Ryan Blaum og Andrew Putnam. Þeir hafa báðir leikið á 67 og 64 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)