Fréttir

PGA: Flestir nota búnað frá Titleist
Justin Thomas spilar með Titleist kylfur.
Föstudagur 11. janúar 2019 kl. 19:08

PGA: Flestir nota búnað frá Titleist

Yfirburðir Titleist í vali á golfboltum hafa verið algjörir undanfarin ár á PGA mótaröðinni. Nánast undantekningalaust nota flestir keppendur mótaraðarinnar Titleist bolta en í móti vikunnar voru yfirburðir fyrirtækisins enn meiri en venjulega.

Samkvæmt Mike Johnson, sem skrifar fyrir Golf Digest, eru Titleist nefnilega með yfirburði í öllum búnaði á Sony Open mótinu sem hófst á fimmtudaginn. Titleist er með flesta drævera, trékylfur, blendinga, járn, fleygjárn, púttera og bolta í mótinu.

Til að mynda eru 45 kylfingar með Titleist drævera samanborið við 32 hjá næsta samkeppnisaðila.

Annar hringur Sony Open mótsins er nú í gangi. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Ísak Jasonarson
[email protected]