Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Frestað vegna hagléls | Flatir orðnar hvítar
Pebble Beach á lokahringnum.
Sunnudagur 10. febrúar 2019 kl. 22:06

PGA: Frestað vegna hagléls | Flatir orðnar hvítar

Lokadagur AT&T Pebble Beach Pro-Am mótsins er kominn af stað að nýju eftir að fresta þurfti leik vegna veðurs. Veður hefur sett strik í reikninginn um helgina en til að mynda náðist ekki að ljúka við leik á öðrum degi mótsins á réttum tíma.

Til að byrja með var mikil rigning sem breyttist svo í haglél með þeim afleiðingum að flatir urðu hvítar líkt og hefði snjóað á þær.

Starfsmenn mótsins unnu hörðum höndum að koma vellinum aftur í samt horf. Það tókst og hafa nú kylfingar hafið leik að nýju. Ekki er víst hvort að náist að ljúka leik í kvöld eða hvort mótið muni klárast á morgun. Stöðuna í mótinu má sjá hérna.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)