Fréttir

PGA: Fyrsti sigur Griffin kom á Houston Open
Lanto Griffin. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 14. október 2019 kl. 08:56

PGA: Fyrsti sigur Griffin kom á Houston Open

Lanto Griffin fagnaði tilfinningaþrungnum sigri á Houston Open mótinu sem kláraðist á sunnudaginn á PGA mótaröðinni. Þetta var fyrsti sigur Griffin á mótaröðinni en þessi 31 árs gamli Bandaríkjamaður felldi tár þegar sigurpúttið rataði í holu.

Griffin lék hringina fjóra á 14 höggum undir pari og varð höggi á undan þeim Scott Harrington og Mark Hubbard sem deildu öðru sætinu.

Fuglapútt Griffin á 16. holu reyndist gríðarlega mikilvægt en á þeim tímapunkti náði hann eins höggs forystu og lét hana ekki af hendi á tveimur erfiðustu holum vallarins, 17. og 18. holu.

Með sigrinum er Griffin kominn upp í efsta sæti FedEx stigalistans en hann var í 11. sæti fyrir helgina.

Staða efstu manna:

1. Lanto Griffin, -14
2. Scott Harrington, -13
2. Mark Hubbard, -13
4. Harris English, -11
4. Xinjun Zhang, -11
4. Talor Gooch, -11
4. Carlos Ortiz, -11
4. Sepp Straka, -11

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.