Fréttir

PGA: Fyrsti sigur Reavie í 11 ár
Chez Reavie.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 23. júní 2019 kl. 22:15

PGA: Fyrsti sigur Reavie í 11 ár

Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie var rétt í þessu að vinna sitt annað mót á PGA mótaröðinni þegar hann bar sigur úr býtum á Travelers Championship mótinu.

Sigur Reavie var nokkuð öruggur en það má segja að hann hafi lagt grunninn að sigrinum með hring upp á 63 högg í gær þar sem hann lék síðari níu holurnar á 28 höggum.

Reavie lék lokahringinn á 69 höggum, eða einu höggi undir pari. Hann lék virkilega stöðugt golf en á hringnum fékk hann einn tvo fugla, einn skolla og restina pör. Mótið endaði hann á 17 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næstu mönnum.

Í öðru sæti á 13 höggum undir pari urðu þeir Zack Sucher og Keegan Bradley. Bradley var hvað næstur því að ógna Reavie en tvöfaldur skolli á 17. holunni gerði þær vonir að engu.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.