Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Gary Woodland með þriggja högga forystu
Gary Woodland
Laugardagur 5. janúar 2019 kl. 02:57

PGA: Gary Woodland með þriggja högga forystu

Gary Woodland fer með þriggja högga forystu inn í helgina á Sentry Tournament of Champions en mótið er fyrsta mót ársins á PGA mótaröðinni. Hann er þremur höggum á undan næstu mönnum.

Eftir rólegar fyrri níu holur, sem hann lék á pari, setti Woodland heldur betur í fuglagírinn. Hann fékk fimm fugla í röð á holum 11 til 15 og svo bætti hann við einum fugli í lokin og kom því í hús á sex höggum undir pari. Woodland er búinn að leika báða hringi mótsins á 67 höggum (-6) og er því á samtals 12 höggum undir pari.

Jafnir í öðru sæti á níu höggum undir pari eru þeir Bryson DeChambeau, Rory McIlroy og Kevin Tway.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)