Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

PGA golfkennarar gefa út kennslumyndbönd
Mánudagur 18. maí 2020 kl. 13:24

PGA golfkennarar gefa út kennslumyndbönd

PGA golfkennarar ætla í sumar að bjóða upp á stutt fræðslumyndbönd þar sem farið er yfir helstu þætti golfs, allt frá því að byrja í golfi yfir í leikskipulag og nánast allt þar á milli.

Í fyrsta myndbandinu er Upphitun og styrktarþjálfun tekin fyrir og sýndar tíu æfingar. Grétar Eiríksson íþróttafræðingur og PGA kennaranemi og Írena Óskarsdóttir, íþróttafræðingur og PGA kennaranemi sjá um fyrsta þáttinn í myndbandagerðinni.