Fréttir

PGA: Heimamaður efstur á CJ Cup mótinu
Byeong Hun An.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 17. október 2019 kl. 09:07

PGA: Heimamaður efstur á CJ Cup mótinu

The CJ CUP @ Nine Bridges mótið á PGA mótaröðinni hófst í nót en leikið er í Suður-Kóreu. Það er heimamaðurinn Byeong Hun An sem er í efsta sætinu eftir fyrsta hring, höggi á undan Joaquin Nieman.

Hun An lék stöðugt golf í nótt. Á fyrri níu holunum fékk hann fjóra fugla og fimm pör og á síðari níu holunum gerði hann það sama, fjórir fugla og fimm pör. Hringinn lék hann því á 64 höggum, eða átta höggum undir pari.

Nieman, sem hefur nú þegar unnið mót á þessu tímabili, lék á 65 höggum í nótt. Hann fékk sjö fugla, þar af fimm á síðari níu holunum, og restina pör. Fyrrum efsti maður heimslistans, Jason Day, er svo einn í þriðja sæti á sex höggum undir pari.

Núverandi efsti maður heimslistans og sigurvegarinn á þessu móti í fyrra, Brooks Koepka, fór ágætlega af stað. Hann lék á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari, og er jafn í 15. sæti eftir daginn. Hann endaði daginn á frábærum erni á 18. holunni.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.