Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Johnson og Potter í forystu fyrir lokahringinn
Dustin Johnson.
Sunnudagur 11. febrúar 2018 kl. 00:25

PGA: Johnson og Potter í forystu fyrir lokahringinn

Bandaríkjamennirnir Dustin Johnson og Ted Potter Jr. deila forystunni fyrir lokahringinn á AT&T Pebble Beach Pro/Am mótinu sem fram fer á PGA mótaröðinni í golfi.

Johnson og Potter eru báðir á 14 höggum undir pari eftir tvo hringi. Sá fyrrnefndi lék þriðja hringinn á tveimur höggum undir pari en Potter var í banastuði og lék á 9 höggum undir pari. Á tímabili var útlit fyrir að Potter myndi brjóta 60 högga múrinn en allt kom fyrir ekki og 62 högg niðurstaðan.

Nánar er hægt að lesa um hring Potters með því að smella hér.

Jason Day og Troy Merritt deila þriðja sætinu á 12 höggum undir pari, tveimur höggum á eftir efstu mönnum. Jon Rahm, Steve Stricker og Patrcik Rodgers eru svo höggi á eftir þeim í fimmta sæti.

Það má því búast við spennandi lokahring á AT&T Pebble Beach mótinu en hann fer fram á morgun, sunnudag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)