Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Justin Rose með eins höggs forystu eftir þrjá hringi
Justin Rose
Laugardagur 8. september 2018 kl. 21:42

PGA: Justin Rose með eins höggs forystu eftir þrjá hringi

Það er Englendingurinn Justin Rose sem er í forystu eftir þrjá hringi á BMW Championship mótinu. Rose er á samtals 17 höggum undir pari og er hann einu höggi á undan þeim Xander Schauffele og Rory McIlroy.

Rose fór af stað með miklum látum í dag en hann lék fyrri níu holurnar á 29 höggum. Hann gaf aðeins eftir á síðari níu holunum en þar fékk hann einungis níu pör. Hringinn endaði Rose því á 64 höggum eða sex höggum undir pari.

Schauffele var í forystu fyrir daginn í dag. Hann lék á 67 höggum í dag og er samtals á 16 höggum undir pari. McIlroy lék líkt og svo margir í dag frábært golf og kom í hús á 63 höggum eða sjö höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.