Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Kevin Na á toppnum í Texas
Kevin Na
Fimmtudagur 24. maí 2018 kl. 23:11

PGA: Kevin Na á toppnum í Texas

Fyrsti hringur Fort Worth Invitational mótsins á PGA mótaröðinni var leikinn í dag og er það Kevin Na sem er í forystu eftir daginn. Skor voru almennt mjög góð í dag, en 60 kylfingar eru undir pari eftir daginn.

Na byrjaði hringinn á því að fá par á fyrstu sex holurnar. Þá tók við fimm holu kafli þar sem að hann fékk fjóra fugla og einn örn og var því kominn á sex högg undir par. Hann átti eftir að bæta við tveimur fuglum áður en hringurinn kláraðist, þar á meðal á lokaholu dagsins þar sem að hann vippaði ofaní.

Na endaði hringinn á 62 höggum, eða átta höggum undir pari og er hann með eins höggs forystu á næsta mann.

Einn í öðru sæti á sjö höggum undir pari er Charley Hoffman. Líkt og Na, tapaði Hoffman ekki höggi á hringnum heldur fékk hann aðeins sjö fugla og restina pör.

Fjórir kylfingar eru síðan jafnir í þriðja sæti á sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)