Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Kevin Na í forystu fyrir lokahringinn
Kevin Na.
Laugardagur 25. maí 2019 kl. 23:38

PGA: Kevin Na í forystu fyrir lokahringinn

Bandaríkjamaðurinn Kevin Na er með tveggja högga forystu fyrir lokahringinn á Charles Schwab Challenge mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni í golfi.

Na, sem er í leit að sínum þriðja sigri á PGA mótaröðinni, er samtals á 9 höggum undir pari eftir þrjá hringi og er tveimur höggum á undan Mackenzie Hughes, C.T. Pan, Jordan Spieth, Jim Furyk og Tony Finau.

Charley Hoffman átti hring dagsins en hann lék á 7 höggum undir pari. Hoffman er jafn í 7. sæti fyrir lokahringinn.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)