Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Lágt skor á CIMB Classic
Gary Woodland.
Föstudagur 12. október 2018 kl. 09:37

PGA: Lágt skor á CIMB Classic

Ástralinn Marc Leishman og Bandaríkjamaðurinn Gary Woodland deila efsta sætinu á CIMB Classic eftir tvo hringi. Mótið er hluti af PGA mótaröðinni og fer fram í Kuala Lumpur.

Woodland og Leishman léku frábært golf á öðrum hringnum og voru ekki langt frá því að komast undir 60 höggin. Woodland lék á 11 höggum undir pari (61 höggi) og Leishman 10 undir (62 höggum).

Höggi á eftir þeim koma þeir Shubhankar Sharma og Paul Casey á 13 höggum undir pari.

Bronson Burgoon, sem leiddi eftir fyrsta hringinn, lék annan hrigninn á 3 höggum undir pari en féll þrátt fyrir það niður í 5. sæti í mótinu.

Þriðji hringur mótsins fer fram í nótt. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)