Fréttir

PGA: Leik frestað vegna myrkurs | Tveir jafnir á toppnum
Adam Scott.
Laugardagur 16. febrúar 2019 kl. 09:11

PGA: Leik frestað vegna myrkurs | Tveir jafnir á toppnum

Enginn kylfingur náði að ljúka leik á öðrum hring Genesis Open mótsins vegna myrkurs. Miklar tafir urðu á fyrsta hring vegna mikillar rigningar þar sem mótið var haldið þurfti að hefja mótið tvisvar sinnum. Þeir Justin Thomas og Adam Scott voru í forystu þegar leik var frestað í gær á samtals 10 höggum undir pari.

Báðir léku þeir á 66 höggum (-5) á fyrsta hringnum. Þeir eru því báðir á fimm höggum undir pari á öðrum hringnum en Thomas hefur klárað 12 holur á meðan Scott er búinn með 11.

J.B. Holmes er einn í öðru sæti á níu höggum undir pari. Hann er hefur lokið við níu holur á öðrum hringnum og er á einu höggi undir pari.

Margir kylfingar eiga enn eftir að hefja leik á öðrum hring. Þar á meðal er Jordan Spieth en hann lék á 64 höggum á fyrsta hringnum, eða sjö höggum undir pari.

Leikur hefst að nýju klukkan 7:00 að staðartíma sem er 15:00 á íslenskum tíma.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Jordan Spieth.

Icelandair USA
Icelandair USA