Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Lowry með eins höggs forystu
Shane Lowry.
Fimmtudagur 18. apríl 2019 kl. 23:00

PGA: Lowry með eins höggs forystu

Fyrsti hringur RBC Heritage mótsins á PGA mótaröðinni fór fram í kvöld og er það Írinn Shane Lowry sem er í forystu eftir daginn. Hann er einu höggi á undan næstu mönnum.

Lowry gerði engin mistök á hringnum í dag. Hann fékk þrjá fugla á fyrri níu holunum og þrjá fugla á þeim síðari. Hringinn lék hann því á 65 höggum eða sex höggum undir pari.

Fimm kylfingar eru jafnir í öðru sæti á fimm höggum undir pari. Það eru þeir Trey Mullinax, Daniel Berger, Luke List, Ryan Moore og Ryan Palmer.

Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, lék á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari og er jafn í 15. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640