Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Lowry með eins höggs forystu þegar leik var frestað
Shane Lowry.
Laugardagur 20. apríl 2019 kl. 08:00

PGA: Lowry með eins höggs forystu þegar leik var frestað

Ekki náður allir að ljúka leik á öðrum degi RBC Heritage mótsins sem fram fer á PGA mótaröðinni. Forystusauðurinn, Shane Lowry, náði að ljúka við 16 holur og er hann með eins höggs forystu.

Vegna veðurs tafðist leikur um nokkra klukkutíma í gær. Kylfingar komust þó aftur út á völl seinni partinn. Lowry hélt áfram að leika stöðugt golf en hann er aðeins búinn að fá einn skolla á fyrstu 34 holunum. Á öðrum hringnum er Lowry á þremur höggum undir pari og samtals á níu höggum undir pari.

Einn í öðru sæti er Trey Mullinax. Hann lék á 68 höggum í gær, eða þremur höggum undir pari. Það eru svo þeir Emiliano Grillo og Dustin Johnson sem koma næstir á sjö höggum undir pari.

Leikur hefst að níu klukkan 7:45 að staðartíma en stöðuna í mótinu má nálgast hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640