Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Luke Donald meðal efstu manna
Luke Donald.
Fimmtudagur 21. mars 2019 kl. 22:43

PGA: Luke Donald meðal efstu manna

Fyrrum efsti kylfingur heims, Luke Donald, fór vel af stað á fyrsta hring Valspar Championship mótsins sem hófst í dag á PGA mótaröðinni í golfi.

Donald lék fyrsta hring mótsins á 4 höggum undir pari og er jafn í 3. sæti, einu höggi á eftir Joel Dahmen og Sepp Straka sem eru í forystu.

Donald hefur ekki átt sjö dagana sæla á golfvellinum undanfarin ár en í dag situr hann í 919. sæti heimslistans. Í undanförnum fimm mótum hefur hann einungis einu sinni komist í gegnum niðurskurðinn þegar hann endaði í 64. sæti á Alfred Dunhill mótinu í fyrra.

Á hring dagsins lék hann hins vegar jafnt og stöðugt golf, fékk fimm fugla og einn skolla, og er sem fyrr segir í toppbaráttunni eftir fyrsta hringinn.

Besti kylfingur heims, Dustin Johnson, lék fyrsta hringinn á 2 höggum undir pari og er jafn í 11. sæti þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á fyrsta keppnisdegi.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)