Fréttir

PGA: Matsuyama í forystu eftir nýtt vallarmet
Hideki Matsuyama.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 16. ágúst 2019 kl. 22:46

PGA: Matsuyama í forystu eftir nýtt vallarmet

Hideki Matsuyama gerði sér lítið fyrir og setti nýtt vallarmet á Medinah vellinum á öðrum degi BMW Championship mótsins. Á fyrsta degi mótsins jöfnuðu þeir Justin Thomas og Jason Kokrak vallarmetið með hring upp á 65 högg. Mastuyama gerði gott betur í dag og lék á 63 höggum, eða níu höggum undir pari.

Matsuyama urðu á engin mistök í dag, hann fékk fimm fugla á fyrri níu holunum og fjóra á þeim síðari. Hann er nú kominn í forystu eftir daginn á samtals 12 höggum undir pari.

Forysta hans er þó aðeins eitt högg því jafnir í öðru sæti á 11 höggum undir pari eru þeir Patrick Cantlay og Tony Finau. Justin Thomas lék ágætlega í dag og kom í hús á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hann er einn í fjórða sæti á 10 höggum undir pari. 

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.