Fréttir

PGA: McIlroy og Fleetwood frábærir á Players meistaramótinu
Rory McIlroy hefur leikið frábært golf undanfarnar vikur.
Föstudagur 15. mars 2019 kl. 23:30

PGA: McIlroy og Fleetwood frábærir á Players meistaramótinu

Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Tommy Fleetwood eru jafnir í forystu eftir tvo hringi á Players meistaramótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni um þessar mundir. Leikið er á TPC Sawgrass vellinum í mótinu sem er jafnan kallað „fimmta risamótið“.

McIlroy og Fleetwood eru báðir á 12 höggum undir pari eftir tvo hringi, þremur höggum á undan næstu mönnum. Ryder félagarnir hafa leikið mjög svipað golf hingað til en Fleetwood hefur tapað tveimur höggum til þessa og McIlroy einu.

Jim Furyk átti óvænt hring dagsins þegar hann kom inn á 8 höggum undir pari. Furyk, sem er 48 ára gamall, er jafn Ian Poulter, Brian Harman og Abraham Ancer í 3. sæti í mótinu á 9 höggum undir pari.

Efsti kylfingur heimslistans, Dustin Johnson, er skammt á eftir efstu mönnum á 7 höggum undir pari og jafn í 10. sæti.

Tiger Woods kom inn á höggi undir pari á öðrum keppnisdegi þrátt fyrir að fá fjórfaldan skolla á 17. holu. Nánar má lesa um það með því að smella hér.

Hér er hægt að sjá stöðuna. Þriðji hringur mótsins fer fram á laugardaginn.


Tommy Fleetwood er jafn í forystu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair USA
Icelandair USA