Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Mickelson í kjörstöðu þegar aðeins tvær holur eru eftir
Phil Mickelson.
Mánudagur 11. febrúar 2019 kl. 08:00

PGA: Mickelson í kjörstöðu þegar aðeins tvær holur eru eftir

AT&T Pebble Beach Pro-Am mótið átti að klárast í gær en vegna hagléls var leik frestað um stund og því náðist ekki að ljúka við mótið í gær vegna myrkurs.

Aðeins nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik og má með sanni segja að línur séu farnar að skýrast. Sem stendur er Phil Mickelson efstur á 18 höggum undir pari og á hann eftir að leika tvær holur. 

Næstir á eftir honum eru þeir Scott Stallings, sem hefur lokið leik, og Paul Casey sem er með Mickelson í holli. Þeir eru báðir á 15 höggum undir pari.

Það þarf því mikið að gerast á síðustu metrunum til þess að Mickelson fari ekki með sigur af hólmi.

Lokahringurinn hefst að nýju klukkan 8 að staðartíma sem er 16 á íslenskum tíma.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)