Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Mickelson í toppbaráttunni á Safeway Open
Phil Mickelson.
Föstudagur 5. október 2018 kl. 09:07

PGA: Mickelson í toppbaráttunni á Safeway Open

Safeway Open mótið hófst á fimmtudaginn á PGA mótaröðinni. Mótið markar upphaf 2018-2019 tímabilsins á mótaröðinni og eru því margir nýliðar að spreyta sig í fyrsta sinn.

Meðal þeirra sem eru nýliðar í mótinu eru tveir efstu kylfingarnir að fyrsta hring loknum, þeir Sepp Straka og Chase Wright. Straka lék á 9 höggum undir pari í gær á meðan Wright lék á 8 höggum undir pari.

Wright er höggi á undan Phil Mickelson sem var í stuði á fyrsta hringnum. Það vekur mikla athygli enda átti hann ekki sjö dagana sæla í Ryder bikarnum sem fór fram um síðustu helgi í París. Mickelson fékk alls sjö fugla á hringnum og tapaði ekki höggi. Hann er einn í þriðja sæti í mótinu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)