Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Miklir yfirburðir Dustin Johnson
Dustin Johnson
Sunnudagur 10. júní 2018 kl. 22:08

PGA: Miklir yfirburðir Dustin Johnson

Dustin Johnson sigraði í kvöld á sínu 18. móti á PGA mótaröðinni þegar að hann stóð uppi sem sigurvegari á FedEx St. Jude Classic mótinu. Yfirburðir Johnson voru miklir og sigraði hann mótið með sex höggum.

Fyrir daginn voru Johnson og Andrew Putnam jafnir í efsta sætinu á 15 höggum undir pari. Á meðan Putnam lék á tveimur höggum yfir pari lék Johnson við hvern sinn fingur. Hann kom í hús á 66 höggum, eða fjórum höggum undir pari. Hann endaði mótið með stæl en hann sló ofan í á 18. holunni fyrir erni frá um 155 metrum.

 

Walk. Off. Winner. @djohnsonpga #LiveUnderPar

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on

Putnam endaði einn í öðru sæti á 13 höggum undir pari, fjórum höggum á undan næsta mann sem var J.B. Holmes.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)