Fréttir

PGA: Ótrúlegur Reavie með sex högga forystu
Chez Reavie.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 23. júní 2019 kl. 11:00

PGA: Ótrúlegur Reavie með sex högga forystu

Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie er með sex högga forystu fyrir lokahringinn á Travelers meistaramótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni um þessar mundir.

Reavie er á 16 höggum undir pari í mótinu en hann lék þriðja hringinn á 63 höggum eða 7 höggum undir pari. Hann var þó einungis á pari vallarins eftir níu holur og lítið sem benti til að hann myndi vera með einhverja flugeldasýningu á seinni níu. Reavie fékk hins vegar sjö fugla á seinni níu og er sem fyrr segir með sex högga forystu á næstu kylfinga.

Liðin eru tæp 11 ár frá því Reavie sigraði síðast á PGA mótaröðinni en það gerðist í júlí árið 2008 á Opna kanadíska mótinu.

Keegan Bradley og Zack Sucher eru jafnir í öðru sæti á 10 höggum undir pari. Roberto Diaz og Jason Day eru svo í fjórða sæti á 9 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.