Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Phil Mickelson efstur á 12 höggum undir pari
Phil Mickelson
Föstudagur 18. janúar 2019 kl. 08:00

PGA: Phil Mickelson efstur á 12 höggum undir pari

Fyrsti hringur Desert Classic mótsins var leikinn í gær og er það Phil Mickelson sem vermir efsta sætið. Hann lék hreint út sagt ótrúlegt golf og kom í hús á 60 höggum.

Mótið er leikið á þremur völlum, Nicklaus Tournament vellinum, LaQuinta vellinum og svo Stadium vellinum. Mickelson lék á LaQuinta vellinum í gær og lék við hvern sinn fingur. Fyrri níu holurnar lék hann á 30 höggum þar sem hann fékk fjóra fugla og einn örn. 

Á þeim síðari hélt fuglaveislan áfram og eftir fjóra fugla á fyrstu fimm holunum var ljóst að hann þyrfti þrjá fugla á síðustu fjórum til að leika á 59 höggum. Hann náði aðeins að fá tvo fugla og kom því í hús á 60 höggum eða 12 höggum undir pari.

Í öðru sæti er Adam Long. Hann lék á 63 höggum eða níu undir pari en hann lék á Nicklaus Tournament vellinum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640