Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

PGA: Poulter í forystu | Spieth lék seinni á 29
Ian Poulter.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 19. júní 2020 kl. 11:19

PGA: Poulter í forystu | Spieth lék seinni á 29

Fyrsti hringur RBC Heritage fór fram á fimmtudaginn í Suður-Karólínu á PGA mótaröðinni. Fjölmargir kylfingar léku gott golf en efstir eru þeir Ian Poulter og Mark Hubbard á 7 höggum undir pari.

Poulter fékk alls 7 fugla og tapaði ekki höggi á hringnum en hann er í leit að sínum fyrsta titli á PGA mótaröðinni frá árinu 2018 þegar hann sigraði á Houston Open. Hubbard hefur hins vegar ekki enn unnið á mótaröðinni.

Spilamennska Jordan Spieth vakti mesta athygli á fyrsta keppnisdegi en hann var á tveimur höggum yfir pari á fyrri níu holunum og fékk svo sjö fugla á seinni níu og kom inn á 66 höggum eða 5 höggum undir pari. Spieth lék seinni níu á 29 höggum.

Annar hringur mótsins fer fram í dag, föstudag. Hér er hægt að sjá stöðuna.

View this post on Instagram

Started the day +3 thru 3. Now T2. 😳

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on