Fréttir

PGA: Reavie byrjaði best á CJ Cup
Chez Reavie.
Fimmtudagur 18. október 2018 kl. 08:40

PGA: Reavie byrjaði best á CJ Cup

Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie er í forystu eftir fyrsta hringinn á CJ Cup mótinu sem hófst í nótt á PGA mótaröðinni. Leikið er í Suður-Kóreu en um er að ræða þriðja mót tímabilsins.

Reavie lék fyrsta hringinn á 4 höggum undir pari en hann fékk alls fimm fugla og einn skolla. Hann leitar enn að sínum öðrum sigri á PGA mótaröðinni en hann sigraði á RBC Canadian Open mótinu árið 2008. Síðan þá hefur Reavie tapað tvisvar í bráðabana.

Reavie er höggi á undan risameistaranum Danny Willett og Si Woo Kim sem léku báðir á þremur höggum undir pari. Höggi á eftir þeim eru þeir Byeong Hun An, Rod Pampling, Michael Kim, Ian Poulter, Scott Piercy, Nick Watney og Austin Cook.

Justin Thomas og Brooks Koepka léku saman á fyrsta degi mótsins. Báðir geta með sigri komist í efsta sæti heimslistans en Koepka lék fyrsta hringinn á höggi undir pari og Thomas á höggi yfir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair USA
Icelandair USA