Fréttir

PGA: Schauffele efstur eftir tvo hringi
Xander Schauffele sigraði á lokamóti FedEx keppninnar í fyrra.
Föstudagur 7. september 2018 kl. 20:15

PGA: Schauffele efstur eftir tvo hringi

Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er með tveggja högga forystu á BMW Championship mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni. Mótið er það næst síðasta í röðinni í FedEx lokakeppninni.

Schauffele hefur leikið jafnt golf fyrstu tvo daga mótsins og er samtals á 13 höggum undir pari, tveimur höggum á undan Justin Rose sem er annar.

Tiger Woods, sem hóf daginn í forystu á 8 höggum undir pari, lék annan hringinn á pari vallarins og fór niður um 11 sæti fyrir vikið. Svipaða sögu er að segja um Rory McIlroy en hann lék á höggi undir pari og er í 7. sæti eftir að hafa verið í forystu í gær.

 

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna:

1. Xander Schauffele, -13
2. Justin Rose, -11
3. Keegan Bradley, -10
3. Alex Noren, -10
3. Rickie Fowler, -10
3. Hideki Matsuyama, -10

Ísak Jasonarson
[email protected]