Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Sigurvegari síðasta árs 15 höggum frá því að komast áfram
Ted Potter Jr.
Sunnudagur 10. febrúar 2019 kl. 09:00

PGA: Sigurvegari síðasta árs 15 höggum frá því að komast áfram

Titilvörn Ted Potter Jr. um helgina á AT&T Pebble Beach Pro-Am var væntanlega ein sú versta í langan tíma á PGA mótaröðinni.

Potter Jr., sem sigraði á mótinu í fyrra á 17 höggum undir pari, lék hringina þrjá á 12 höggum yfir pari og var heilum 15 höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn að þeim loknum.

Fyrsti hringurinn gerði honum mjög erfitt fyrir þar sem hann lék á 82 höggum á Spyglass vellinum eða 10 höggum yfir pari og þrátt fyrir að bæta sig jafnt og þétt í mótinu (82, 74, 71) hefði hann þurft að leika töluvert betur til að komast áfram. 

Paul Casey er með þriggja högga forystu fyrir lokahring mótsins á 15 höggum undir pari.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)