Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Snedeker með þriggja högga forystu
Brandt Snedeker.
Laugardagur 6. október 2018 kl. 09:33

PGA: Snedeker með þriggja högga forystu

Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker er í góðri stöðu eftir tvo hringi á Safeway Open mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Snedeker er samtals á 13 höggum undir pari með þriggja högga forystu á næsta mann.

Snedeker, sem sigraði á Wyndham Championship mótinu á nýliðnu tímabili, hefur einungis fengið tvo skolla á hringjunum tveimur og 15 fugla. 

Næstir á eftir Snedeker koma þeir Ryan Moore, Phil Mickelson og Michael Thompson, allir á 10 höggum undir pari. Mickelson lék annan hringinn á 3 höggum undir pari.

Sepp Straka, sem leiddi eftir fyrsta hringinn, lék annan hringinn á parinu og fór niður í 5. sæti fyrir vikið.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)