Fréttir

PGA: Snedeker sigraði á Wyndham meistaramótinu
Brandt Snedeker.
Sunnudagur 19. ágúst 2018 kl. 22:50

PGA: Snedeker sigraði á Wyndham meistaramótinu

Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker sigraði í dag á Wyndham meistaramótinu sem fór fram á PGA mótaröðinni um helgina. Snedeker lék hringina fjóra á 21 höggi undir pari en hann skráði sig í sögubækurnar á fimmtudaginn þegar hann lék á 59 höggum.

Snedeker sigraði að lokum með þriggja högga mun en sigurinn var þó ekki öruggur. Fyrir lokaholuna var hann nefnilega jafn C. T. Pan en Pan gerði skelfileg mistök á 18. holunni og sló út fyrir vallarmörk í upphafshögginu. Á sama tíma fékk Snedeker fugl og sigurinn þar með í höfn.

Snedeker hefur nú sigrað á 9 mótum á PGA mótaröðinni. Fyrsti sigurinn hans kom einmitt á þessu sama móti árið 2007.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]