Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

PGA: Stór nöfn úr leik á Sony Open
Jordan Spieth.
Laugardagur 12. janúar 2019 kl. 10:09

PGA: Stór nöfn úr leik á Sony Open

Jordan Spieth var einn af fjölmörgum sterkum kylfingum sem komust ekki í gegnum niðurskurðinn á PGA móti helgarinnar, Sony Open mótinu.

Spieth, sem hefur sigrað á 11 mótum á PGA mótaröðinni, lék hringina tvo á 1 höggi undir pari og var ekki nema höggi frá því að komast áfram.

Alls komust þrír kylfingar sem kylfingar sem léku í Ryder bikarnum í haust ekki áfram en það voru ásamt Spieth þeir Paul Casey (par) og Bubba Watson (+2).

Matt Kuchar er í forystu eftir tvo hringi í mótinu á 14 höggum undir pari, höggi á undan Andrew Putnam.

Efirfarandi kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn á Sony Open:

Zach Johnson, -1
Jordan Spieth, -1
Paul Casey, Par
Luke Donald, Par
Bubba Watson, +2
Adam Scott, +7
Vijay Singh, +9

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Paul Casey er úr leik á Sony Open.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)